Frábær dagur í Nauthólsvík

Posted on Posted in Fréttir

Það var mikil lukka með útinámskeiðið í dag sem þeir Steve Maxwell, Dominik Feischl og Farmer Karl stýrðu með glæsibrag. Klifur, upphífur, steinaköst og -lyftur, súmóglíma, reipitog, stökk, hóphlaup, öndun og  ýmislegt fleira var á dagskrá – meginþemað var hreyfing í gegnum leik, lífið á að vera skemmtilegt! Við þökkum Maxwell, austurrísku górillunum og öllum […]

Nýjir ketilbjölluþjálfarar bætast í hópinn!

Posted on Posted in Fréttir

Sextán nýjir ketilbjölluþjálfarar stóðust allar kröfur Steve Maxwell á Level 1 réttindanámskeiði hans sem haldið var hjá CrossFit Sport um helgina. Fjórir til viðbótar voru nálægt því að standast prófin og munu án efa ná sér í réttindin eftir strangar æfingar næstu vikur og mánuði. Þetta var fjórða Level 1 ketilbjölluréttindanámskeiðið sem við höfum haldið […]

Górillur, Víkingar og Maxwell!

Posted on Posted in Fréttir

Miðvikudaginn 22. júní verður heilsdagsnámskeið í styrktar- og úthaldsæfingum utandyra undir stjórn Steve Maxwell og górillanna frá Austurríki, Dominik, Karl og Willie. Námskeið af þessu tagi hefur aldrei verið haldið á Íslandi og ólíklegt að það verði haldið aftur á næstunni þar sem það er snúið að koma öllum þessum köppum saman hér á landi. […]

Maxwell veislan í fullum gangi!

Posted on Posted in Fréttir

“Stórskemmtilegt námskeið hjá Kettlebells Iceland með Steve Maxwell í kvöld. Maxwell fyrir fólkið. Við Íris skemmtum okkur frábærlega og lærðum helling. Takk fyrir okkur ;)” Maxwell veislan er nú hálfnuð, þrjú námskeið að baki og fjögur eftir. Meistari Maxwell er sprækari en aldrei fyrr og nýtur sín vel eins og alltaf þegar hann fær tækifæri […]

Æfing og prufutími í dag – 2. í hvítasunnu

Posted on Posted in Fréttir

Það er tími á ströndinni í dag, annan í hvítasunnu, kl. 17.10 og grunntími kl. 16.30 fyrir byrjendur. Þeir sem taka þátt í grunntímanum geta að sjálfsögðu líka verið með í 17.10 tímanum. Það kostar 1.000 kr í prufutímann, þátttökugjaldið rennur upp í æfingagjöld. Við höfum verið að sanka að okkur nýjum upplýsingum og æfingum […]

Náðu æfingamarkmiðum þínum – Sprengjutilboð á Maxwell!

Posted on Posted in Fréttir

Við eigum laust nokkur sæti á 4 kls “Maxwell fyrir fólkið” námskeiðið með hinum magnaða þjálfara Steve Maxwell, sem haldið verður í CrossFit Sport, Sporthúsinu, þriðjudaginn 14. júni. Námskeiðið byrjar kl. 17 og stendur til kl. 21. Næstu 24 kls bjóðum við 3 fyrir 2 á námskeiðið! Þrjú sæti á verði tveggja!! Á námskeiðinu kennir […]

Spurt er: Hvað er gert á strandæfingunum?

Posted on Posted in Fréttir

Svar: Allt mögulegt! Við notum ketilbjöllur (frá 4kg til 48kg), sandpoka, klifurgrindina okkar, grasbalana, steina, vatnspípur, dekk, kaðla, hjól, jungle gym, góða skapið, eigin líkamsþyngd og hvort annað til að búa til fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem bæta heilsu og auka getu þína til að gera allt sem þú vilt í lífinu! Næsti prufutími er […]

Fersk byrjun á sumaræfingunum!

Posted on Posted in Fréttir

Kettlebellstímarnir á Ylströndinni fara vel af stað. Menn og konur eru sammála um að það sé frábært að æfa í sandinum og ferska loftinu. Því fylgir mikið frelsi og hægt að nýta ketilbjöllurnar, dekk, sandpoka og önnur tæki og tól enn betur en innandyra. Aðstaðan á Ylströndinni er frábær, stutt dýfa í sjóinn og svo […]

Ný æfingavídeó

Posted on Posted in Fréttir

Við vorum að smella inn bunka af nýjum æfingavídeóum – stuttar klippur með helstu punktum í hverri æfingu. Gott að kíkja á hverja æfingu fyrir sig, pæla í punktunum (nota pásutakkann!) og prófa æfingarnar samhliða. Kíkið á æfingavídeóin Næsti skammtur kemur fljótlega!