Sól og blíða í Nauthólsvík

Posted on Posted in Fréttir

Frábær dagur í Nauthólsvíkinni í dag! Tókum góða æfingu í sól og blíðu, svo sjór, pottur og grill á eftir. Þetta var kveðjuæfing fyrir Evi þjálfara, sem er á leiðinni til Tælands í nokkrar vikur á jóganámskeið. Við hlökkum til að fá hana aftur heim seinna í sumar 🙂

Nýtt 8-vikna fjarþjálfunarnámskeið – lærðu grunninn

Posted on Posted in Fréttir

Nú er hægt að læra grunnæfingarnar í ketilbjölluþjálfun í gegnum markvissa og persónulega fjarþjálfun. Næsta grunnnámskeiðið hefst mánudaginn 4. júní og lýkur 27. júlí. Hér eru nokkur ummæli frá þeim sem hafa farið í gegnum grunnnámskeiðið: Ég þakka kærlega fyrir mig þetta er búið að vera frábært og mjög gagnlegt, ég finn mikinn mun á mér. Ég er […]

Sumarið er tíminn!

Posted on Posted in Fréttir

Ekki hanga inn í sumar, smelltu þér frekar á 3ja mánaða æfingakort sem gildir í 4 mánuði, takk fyrir! Og ekki bara það, æfingakortið gildir bæði á Ylströndinni, Nauthólsvík og í Mosfellsbæ. Frjáls mæting í alla tíma! Þú verður ekki bara brún/n og sæt/ur í sumar, heldur kemst líka í fantaform ef þú kemur inn […]

50% afsláttur af ketilbjöllum!

Posted on Posted in Fréttir

Rýmingarsala vegna flutninga! 50% afsláttur!! Afslátturinn gildir til kl. 23.59, þriðjudaginn 22. maí. ATH! Afhending til þeirra sem nýta sér rýmingarsölutilboðið fer fram við húsnæði Geymslna að Fiskislóð 11-13 á fimmtudaginn 24. maí milli 16.00 og 19.30 Smelltu á myndina til að fara í vefbúðina og tryggja þér ketilbjöllur á kostakjörum!

Ekki vera eins og allir hinir…

Posted on Posted in Fréttir

Meirihluti Íslendinga velur að stunda styrktar- og úthaldsæfingar innandyra, vetur, sumar, vor og haust. Það er svo notalegt. Þeir ferskustu velja að æfa úti. Vertu fersk/ur! Þú færð 4 sumarmánuði á verði 3ja hjá okkur 🙂 Við erum með skemmilegasta æfingahóp landsins, fólk sem lætur ekkert stoppar sig og nýtir áhrif æfinganna til að gera […]

Fyrsta bókin!

Posted on Posted in Fréttir

Við kynnum með stolti fyrstu rafrænu bókina sem við gefum út! Hún heitir “Your First Chin-Up” og er skrifuð af hinum magnaða Steve Maxwell. Þetta eru skref-fyrir-skref leiðbeiningar fyrir þá sem vilja ná sinni fyrstu upphífingu. Upphífing er æfing sem vefst fyrir mörgum, en með þolinmæði og vilja geta allir náð sinni fyrstu upphífingu – […]