“Lömdum sleggju í dekk og drógum kaðla”

Posted on Posted in Fréttir

“Ketilbjöllurnar voru ofboðslega skemmtileg viðbót við undirbúningstímabilið hjá okkur fótboltamönnunum í Fylki. Við erum venjulega vanir ansi einhæfu lyftingarprógrammi í formi bekkpressu og hnébeygju, en í ketilbjöllunum voru mjög fjölbreyttar æfingar. Það var mikið líf í þessu mest allan tímann, við vorum ekki bara í ketilbjöllum, líka að lemja sleggju í dekk, draga kaðla einhverja […]

8-vikna framhaldsfjarnámskeið – Byrjar 5. nóvember

Posted on Posted in Events, Fréttir

Fjarþjálfunarnámskeiðin hafa sannað gildi sitt og nú bjóðum við upp áframhaldsnámskeið í ketilbjölluþjálfun! Námskeiðið hefstmánudaginn 8. nóvember og lýkur 28. desember. Námskeiðið stendur yfir í átta vikur og er annars vegar ætlað þeim sem hafa farið í gegnum grunnnámskeiðið okkar og hinsvegar þeim sem hafa nokkra reynslu af ketilbjölluæfingum og langar að læra meir. Í hverri viku er unnið […]

“Ég kom sjálfri mér á óvart”

Posted on Posted in Fréttir

“Ég er manneskjan sem stundaði hreyfingu af illri nauðsyn, hlunkaðist af stað en hafði satt að segja ekkert gaman af því. Auðvitað leið mér vel eftir hverja æfingu og náði árangri en ég hélt aldrei út. Stundaði þetta bara í smá tíma og svo þegar tölurnar á vigtinni hættu að breytast til hins betra þá […]

“Æfingarnar efldu okkur sem hóp”

Posted on Posted in Fréttir

“Eins og margir vita er undirbúningstímabil knattspyrnumanna á Íslandi mjög langt og þungt og styrktaræfingar stór þáttur af undirbúningnum. Eftir mörg ár af sama prógrammi, löngum hlaupum og misvel útsettum lyftingaræfingum var ákveðið að  bregða út af vananum og voru styrktaræfingar okkar undir handleiðslu ketilbjöllu hjónanna Gauja og Völu. Það voru fáir af okkur sem vissu […]

“Nákvæmlega það sem ég hef verið að leita eftir”

Posted on Posted in Fréttir

“Í fyrsta lagi eruð þið náttúrulega snillingar og frábærir motiverarar og það er frábært að púla með ykkur. Mér fannst æfingarnar í vetur (og sumar) skila sér í auknum styrk. Persónulega held ég að ég hafi aldrei verið eins sterkur samhliða því að geta hlaupið og djöflast í 90 mín og það er bara nákvæmlega […]

Grunnnámskeið hefst 15. október

Posted on Posted in Events, Fréttir

Nýtt 4ja-vikna grunnnámskeið byrjar á mánudaginn 15. október! Kennsla fer bæði fram innan- og utandyra. Grunnnámskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.10-18.00. Á þessu námskeiði munum við fara vel yfir allar helstu ketilbjölluæfingarnar, liðleikaæfingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Ekki er ólíklegt að æfingar með skrýtin og skemmtileg æfingatól eins og traktorsdekk, kaðla og […]