“Ég er í mun betra formi í dag en fyrir 20 árum”

Posted on Posted in Fréttir

Þegar ég byrjaði að æfa hjá Kettlebells Iceland hafði ég aldrei æft af neinu viti, verið dugleg í fjallgöngum og út að labba og hlaupa en alltaf átt erfitt með að endast í þessum hefðbundnu líkamsræktarstöðvum.

Núna mæti ég eins oft á æfingu og ég mögulega get, hagræði vöktunum mínum með æfingarnar í huga og finnst mjög slæmt ef ég kemst ekki.

Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara að gera þegar þú mætir. Æfingarnar eru alltaf úti ef veður leyfir og það er fátt meira endurnærandi en að æfa úti í náttúrunni.

Þjálfararnir eru fyrsta flokks og þó við mætum kannski 20 þá líður manni eins og í einkaþjálfun. Það er fylgst vel með hverjum og einum og mikil áhersla lögð á að við gerum hlutina rétt og förum ekki framúr okkur. Fyrir utan að vera einstaklega jákvæðir og skemmtilegir 😉

Ég er 38 ára og á tvö börn og ég er í mun betra formi núna en ég var fyrir 20 árum og það er ótrúlega gaman að finna árangur. En númer eitt tvö og þrjú er ég mjög þakklát fyrir að hafa fundið líkamsrækt sem ég hef svona mikla ánægju af.

Guðrún Valdís Sigurðardóttir