“Þetta er án efa allra besta líkamsrækt sem ég hef prófað”

Posted on Posted in Fréttir

Haustið 2013 mætti ég á mína fyrstu æfingu hjá Kettlebells Iceland. Þau voru að byrja með morguntíma sem kveiktu í mér, stutt að fara og svo var mágkona mín búin að vera að æfa hjá þeim og talaði vel um. Eftir fyrstu æfinguna sagði ég við Gauja, „mér líst ótrúlega vel á þetta, ég ætla að skella mér á árskort, legg ég ekki bara inn á ykkur á morgun“, þetta segir nú eiginlega allt sem þarf. Ég sá bara strax að þetta hentaði mér vel og þarna ætlaði ég að vera.

Þetta er án efa sú allra besta líkamsrækt sem ég hef prófað, og hef ég prófað ýmislegt. Ég finn ótrúlega mikinn mun á mér varðandi styrk og úthald og liðleika. Gaui og Vala eru bæði frábærir þjálfara sem taka alltaf vel á móti manni og þekkja alla með nafni og passa vel upp á hvern og einn, við erum langt frá því að vera bara kennitala í augnskanna.

Skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar í hvaða tíma sem er hvort sem það eru morguntímarnir eða seinnipartstímarnir. Ég geri nánast allt til að missa ekki af æfingu, forgangur fram yfir ansi margt! Fimmtudagstímarnir eru samt alveg einstakir, eitthvað sem allir ættu að prófa. Að æfa úti í þessu fallega umhverfi við Engjaveginn er líka alveg einstakt og er auðvelt að gleyma sér og slaka á eftir erfiðan vinnudag.

Ekki má svo gleyma þessum frábæru æfingafélögum sem gera æfingarnar enn skemmtilegri!

Takk fyrir mig, hér verð ég áfram 🙂

Ragnheiður Gunnarsdóttir