“Aldrei fundið svona mikinn mun á mér eftir nokkra líkamsrækt”

Posted on Posted in Fréttir

Ég hef stundað ýmiskonar líkamsrækt í gegnum árin og líkað vel. Fyrir 6 mánuðum stakk maðurinn minn upp á að við myndum byrja að æfa ketilbjöllur hjá Völu og Gauja í Mosó. Mér leist ágætlega á það, stutt að fara fyrir okkur, gaman að æfa loksins saman, æfa úti (hann hefur aldrei viljað fara inn í líkamsræktarstöðvar) og ég vissi það að það var þetta sem mig vantaði þ.e. styrktaræfingar.

Fyrsti mánuðurinn var erfiður og ég velti því fyrir mér hvort ég væri orðin of gömul fyrir þetta (51 árs). En ég hélt áfram af því að hópurinn var frábær og Vala og Gauji hugsuðu svo vel um mig, þannig að mér fannst ég vera í góðum höndum.

Og nú eru sem fyrr segir liðnir 6 mánuðir og ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að vera í betra formi á þessum aldri en ég hef verið í mörg ár. Ég hef satt best að segja aldrei fundið svona mikinn mun á mér eftir nokkra líkamsrækt. Ég hlakka til hvers tíma og finnst erfitt ef eitthvað kemur í veg fyrir það að ég geti mætt. Mér finnst ég vera ákaflega heppin að vera búin að finna loksins hina fullkomnu hreyfingu og þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessum stórskemmtilega hópi.

Sigríður Þóra Árdal