“Erum mun öruggari sem þjálfarar eftir námskeiðið”

Posted on Posted in Fréttir

Okkur þótti námskeiðið mjög fræðandi og vel uppbyggt. Við lærðum rosalega margt nýtt sem nýtist okkur vel við kennslu og við vorum öll sammála um að við værum mun öruggari sem þjálfarar eftir námskeiðið.

Vala fór mjög vel yfir öll tækniatriði í smáatriðum og var kennslan til fyrirmyndar. Okkur þótti líka gott hvað umhverfið var heimilislegt og keyrslan í gegnum efnið var mjög þægileg. Tíminn flaug gjörsamlega áfram.

Á heildina litið vorum við öll mjög ánægð með þetta námskeið og mælum hiklaust með því 🙂

Bestu kveðjur
Jóhann Ingi Bjarnason, eigandi og þjálfari Fenri, Akureyri