Uppbygging og endurheimt hefst 29. ágúst – FULLT!

Posted on Posted in Fréttir

Það er fullt á námskeiðið sem hefst 29. ágúst. Áhugasamir geta skráð sig á biðlista á námskeiðið sem hefst 10. október, kettlebells@kettlebells.is

Uppbygging og endurheimt eru æfingatímar fyrir þá sem þurfa að fara sér hægt í uppbyggingu á styrk, úthaldi og liðleika. Ástæðurnar skipta ekki máli, þær geta verið slys, álag, meiðsl, langt hlé frá æfingum og hreyfingu eða aðrar ástæður. Tekið er tillit til aðstæðna og ástands hvers og eins.

Það sem máli skiptir er viljinn til þess að vinna jafnt og þétt í sínum málum í stað þess að láta núverandi aðstæður halda sér frá heilbrigðum lífstíl.

Uppbygging og endurheimt tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00 – 17.55. Yfirumsjón með tímunum hefur Vala Mörk, yfirþjálfari Kettlebells Iceland. Hún hefur víðtæka reynslu í enduruppbyggingu einstaklinga, hefur meðal annars margra ára starfsreynslu sem iðjuþjálfi á Reykjalundi.

Fyrsta tímabil hefst þriðjudaginn 29. ágúst 2017.

Skráning og nánari upplýsingar