Fjarþjálfun

Guðjón Svansson sér um fjarþjálfunina hjá Kettlebells Iceland. Hann hefur unnið með og þjálfað einstaklinga og hópa í mörg ár.

Áhersla er lögð á einfaldar en öflugar æfingar sem styrkja allan líkamann og auka úthald og liðleika.

Langtímahugsun er undirliggjandi. í fjarþjálfun Kettlebells Iceland. Fjarþjálfunin er fyrir fólk á besta aldri sem vill bæta heilsu sína til lengri tíma.

Guðjón tekur 100% tillit til ástands og aðstæðna hvers og eins og leggur mikla áherslu á góð persónuleg samskipti.

Æfingarnar er hægt að gera hvar sem er, engin æfingatæki eru nauðsynleg þótt auðvitað megi nýta lóð, ketilbjöllur og annað sem er til staðar.

Sama gildir um tíma. Guðjón byggir æfingarnar upp í kringum stundaskrána þína. Finnur tíma með þér og hjálpar þér að nýta hann vel.

Hvetjandi, upplífgandi, skemmtilegur og vekur mann til umhugsunar um fjölmargt; allt frá mataræði og hreyfingu til lífsgæða og hamingju í enn stærra samhengi. Þannig myndi ég lýsa Gaua. Ég hef æft hjá honum og Völu frá því síðasta haust og get fullyrt að það hefur bætt líf mitt og ég hef lært að njóta þess betur. Ekkert flóknara!  Sunna Ósk Logadóttir, 43 ára

Ég hef verið núna í tæp 3 ár við æfingar hjá Kettlebells þar sem Guðjón er einn af þeim mörgu framúrskarandi þjálfurum sem þar starfa. Æfingarnar er fjölbreyttar og krefjandi og oft sem þær ýta manni út fyrir þægindaramann. Þrátt fyrir að hópurinn sé fjölbreyttur og getan misjöfn þá eru þetta æfingar sem skila öllum árangri. Aðhaldið sem þjálfunin veitir er margþætt og æfiningarnar lagaðar að einstaklingnum. Það sem hefur heillað mig virkilega fyrir utan æfingarnar og augljósan árangur er persónuleg, hlý og góð hvatning sem Guðjón hefur veitt sérstaklega á þeim tímum sem mann hefur vantað slíkt. Ég hef oft mælt með og sagt frá því hvað ég tel mig lánssaman að hafa á sínum tíma verið dreginn inn í þennan hóp. Það að hafa einhvern í sínu horni sem maður getur vikilega treyst á að styðji mann og hvetji áfram er ómetanlegt. Ég mæli eindregið með Guðjóni og reyndar öllum sem að Kettlebells koma. Ólafur Auðunsson, 42 ára

Ég er nú búin að æfa hjá Kettlebells Iceland í tæp 2 ár og hef aldrei verið eins ánægð með nokkra líkamsrækt sem ég hef prófað – og hef prófað eitt og annað í gegnum árin. Frábært kerfi – skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar. Maður fær aldrei leið á þessu. Svo sér maður svo mikinn árangur og það er svo gaman.  Harpa Einarsdóttir, 54 ára

Gaui er eðalþjálfari, fær mín allra bestu meðmæli. Fjölbreyttar, endalaust skemmtilegar og einhvern veginn útpældar æfingar sem enda oft með “góðum” harðsperrum á ótrúlegustu stöðum. Besta sem ég veit er að byrja daginn eldsnemma á einmitt þessum æfingum!
Sigríður Helga Sigurðardóttir, 43 ára

Verð: 14.500 kr á mánuði. 22.500 kr fyrir hjón/pör sem æfa saman

Gaui er skemmtilegur þjálfari með mjög fjölbreyttar æfingar. Hann mætir fólki á þeim stað sem það er og passar vel upp á að allir séu með tæknina á hreinu og enginn fari fram úr sér. Hann er snillingur í “lúmskum” æfingum, þér finnst kannski æfingin frekar einföld en ert svo búin á því eftir æfingu og finnur vel fyrir henni daginn eftir. Ef þú ert fyrir að æfa úti er Gaui rétti maðurinn og getur alltaf fundið upp á einhverju nýju að gera. Guðrún Valdís Sigurðardóttir, 41 árs

Það tók mig nokkur ár að fara á námskeið hjá Kettlebells Iceland, var lengi að telja í mig kjark. Þegar ég var svo byrjuð sá ég mest eftir að hafa ekki mætt miklu fyrr! Líkamleg og andleg heilsa hafa tekið stórkostlegum breytingum. Allt er orðið svo miklu auðveldara fyrir mig. Með tímanum hef ég orðið mun meðvitaðri um hvernig ég beiti líkamanum, hlusta betur á hann og fylgist betur með hvað ég læt ofaní mig sem hefur leitt til þess að nú 48 ára hefur mér sjaldan liðið eins vel. Bakverkir nær horfnir, kraftur og þor aukist mikið og mér líður ótrúlega vel. Bestu meðmælin er að karlinn minn ákvað uppá sitt einsdæmi að byrja því hann sá hvað æfingarnar og þjálfararnir voru að gera mikið fyrir mig líkamlega og ekki síður andlega. Þið eruð best 🙂 Ása Jakobsdóttir, 48 ára

Ég get hiklaust mælt með Gaua sem þjálfara. Hann er virkilega vandvirkur þjálfari sem gefur sér tíma í að kynnast hverjum og einum, styrkleikum þeirra og veikleikum. Æfingar hans eru mjög fjölbreyttar og hann er duglegur að láta fólk prófa nýja hluti. Ég hef náð miklum árangri frá því ég fór að æfa hjá honum fyrir rúmu ári síðan og finn mikinn mun á styrk mínum og liðleika. Gaui er einnig einstaklega góður í að hvetja mann áfram og er duglegur að hrósa fólki þegar það nær markmiðum sínum. Ásdís Arnalds, 40 ára

Ef þú vilt koma þér í gott langtíma líkamlegt form, vera heilsuhraust/ur, sendu tölvupóst á gudjon@kettlebells.is til að skrá þig eða fá nánari upplýsingar um Fjarþjálfun Kettlebells Iceland.