Hóptímar

Hjá okkur geta allir æft saman, við lögum allar æfingar að getustigi og ástandi hvers og eins. Við leggjum áherslu á að byggja upp alhliða styrk, úthald og liðleika á þann hátt að það nýtist í daglegu lífi. Góð heilsa skiptir öllu máli í lífinu og það er aldrei of seint að byrja að byggja hana upp. Sömuleiðis er mikilvægt að viðhalda góðri heilsu með reglulegri hreyfingu og æfingum.

Okkar tímar snúast ekki um keppni við klukkuna. Við byggjum upp til lengri tíma, leggjum áherslu á langtíma heilsu og að gera okkar fólk sterkara í öllum líkamstöðum þannig að það meiðist síður og sé tilbúið í að takast á við alls konar aðstæður sem lífið færir okkur. Við leggjum mikla áherslu á rétta öndun og veitum gjarna ráðleggingar varðandi hvíld, svefn og mataræði.

Þjálfarnir vita hvað allir heita og hvað þarf að passa hjá hverjum og einum. Þú ert nafn hjá okkur, ekki bara númer eða auga í skanna.

Hvað segja æfingafélagarnir

Staðsetning: Kettlebells Iceland, Engjavegi 12, Mosfellsbæ

Æfingaáskrift: 12.500 kr á mánuði fyrir einstaklinga og 19.500 kr á mánuði fyrir pör (4 mán. binditími). Kreditkort.

Árskort: 127.500 kr. Millifærsluupplýsingar: 0113-26-002109, kt.710102-2870 (IntCult ehf)

Nánari upplýsingar: Vala Mörk, vala@kettlebells.is, s:696 1179 og Gaui, gudjon@kettlebells.is, s:857 1169