Þjálfaranámskeið

Þjálfaranámskeið Kettlebells Iceland er sniðið að þjálfurum og íþróttakennurum sem vilja læra að kenna öðrum að nota ketilbjöllurnar rétt. Ketilbjöllur eru frábær æfingatæki og njóta mikillla vinsælda á Íslandi. En það er afar mikilvægt þjálfarar kunni grunnhreyfingarnar og geta lagað algeng mistök hjá öðrum til þess að þær skili árangri og leiði ekki til meiðsla.

Farið er yfir helstu grunnæfingarnar í ketilbjölluþjálfun og ýmsar útgáfur af þeim. Þátttakendur þurfa að standast tæknikröfur og verða sömuleiðis prófaðir í að kenna óvönum að nota bjöllurnar. Mikil áhersla er á að fara vel yfir tæknina, að gera æfingarnar rétt og vel og að þjálfarar geti eftir námskeiðið komið auga á og leiðrétt strax mistök annarra.

Þetta er ekki grunnnámskeið, þátttakendur verða að hafa reynslu af því að æfa með ketilbjöllur.

Kennari á námskeiðinu er Vala Mörk. Hún er reynslumesti ketilbjölluþjálfari Íslands, hefur kennt fjölda þjálfara að kenna öðrum á ketilbjöllur og sjálf þjálfað almenning og íþróttamenn síðan 2006.

Næsta þjálfaranámskeið: 23. september 2017  (laugardagur) frá 9.00 til 17.00, 2016

Staður: Kettlebells Iceland, Engjavegi 12, Mosfellsbæ

Verð: 59.000 kr.
Millifærsluupplýsingar: 113-26-002109. kt 710102-2870 (IntCult ehf.). Mjög mikilvægt er að taka fram nafn, email og hvað er verið að greiða fyrir.

Endurgreiðsluupplýsingar: Staðfestingargjald er 10% af þátttökugjaldinu og það er ekki endurgreitt. Hægt er að fá hinn hlutann endurgreiddan þangað til 7 dögum fyrir námskeið. Eftir það er ekki endurgreitt.

Kettlebells Iceland áskilur sér rétt til að hætta við námskeið ef kröfur um lágmarksþátttöku eru ekki uppfylltar. Í slíkum tilfellum fá allir sem greitt hafa þátttökugjald 100% endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, gudjon@kettlebells.is / 857 1169

Þjálfaranámskeiðið hjá Kettlebells Iceland er mjög gagnlegt og gott námskeið og uppsetningin á því stuðlar að lærdómsríku ferli. Fagmennskan hjá Völu og Gaua skín í gegn í kennslunni, kröfurnar eru strangar en sanngjarnar og það er leitast við að gefa manni góða og uppbyggilega gagnrýni. Ég lærði heilan helling á þessu námskeiði og stuðlaði gott viðmót og þægilegt andrúmsloft á námskeiðinu enn betur að því að maður meðtók allt vel. Takk fyrir mig!  Kristrún Kristinsdóttir 

Takk fyrir frábært námskeið. Vala brýtur hverja æfingu niður í smáatriði og á auðvelt með að útskýra tæknina og hvernig er best að kenna æfingarnar. Það er faglega staðið að námskeiðinu, tíminn nýttur vel og þó dagurinn sé krefjandi er andrúmsloftið þægilegt og hvetjandi. Ég hlakka til að byrja að nýta mér allt sem ég lærði! Þórunn Bjarnadóttir
 
Okkur þótti námskeiðið mjög fræðandi og vel uppbyggt. Við lærðum rosalega margt nýtt sem nýtist okkur vel við kennslu og við vorum öll sammála um að við værum mun öruggari sem þjálfarar eftir námskeiðið. Vala fór mjög vel yfir öll tækniatriði í smáatriðum og var kennslan til fyrirmyndar. Okkur þótti líka gott hvað umhverfið var heimilislegt og keyrslan í gegnum efnið var mjög þægileg. Tíminn flaug gjörsamlega fram. Á heildina litið vorum við öll mjög ánægð með þetta námskeið og mælum hiklaust með því :) Jóhann Ingi Bjarnason, eigandi og þjálfari Fenri, Akureyri
Skemmtilegur og lærdómsríkur dagur! Takk kærlega fyrir mig. Takk fyrir mig. Algjör snilld! Þjálfarar frá Mjölni